18.12.1952
Efri deild: 42. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

11. mál, tekjuskattsviðauki

Brynjólfur Bjarnason:

Hv. frsm. fjhn. mun hafa sagt í ræðu sinni, að till. mín á þskj. 435 gæti ekki orðið til þess að auðvelda samninga, heldur mundi frekar verða til þess að torvelda þá eða selja snurðu á samningaþráðinn, eins og mér heyrðist (Gripið fram í.) — já, gæti orðið til að setja snurðu á samningaþráðinn, eins og hann orðaði það. Ég vona nú, að allir hv. þdm. skilji, hve mikil fjarstæða þetta er. Það hljóta allir að sjá, að samþykkt þessarar till. verður, þótt kannske ekki í stóru sé, til þess að mjókka að nokkru bilið, sem á milli ber, milli deiluaðila í þessari kaupdeilu og gæti þannig að sjálfsögðu orðið til þess að greiða fyrir samningum. Mér þykir það þess vegna mjög illa farið, ef þessi till. mín yrði felld, eins og nú er ástatt, og þess vegna vildi ég freista þess að taka till. mína á þskj. 435 aftur til 3. umr., ef vera skyldi, að einhverjir hv. þdm. hefðu þá áttað sig nokkru betur á milli umr.