02.10.1953
Sameinað þing: 1. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (3510)

Rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti (JörB):

Hv. þingmenn hafa heyrt till. frsm. kjördeildanna um, að kjörbréf og kosning þingmanna sé tekin gild. Þeir lásu þau upp, og þar með eru kjörbréf allra viðstaddra hv. þingmanna, enn fremur eitthvað af kjörbréfum þeirra þm., sem eru fjarverandi, en nokkur vantar þó hjá mönnum, sem eru fjarverandi. Kjörbréfanefnd, sem síðar hefur slík mál til meðferðar, kemur til með að fjalla um þau og gera till. um þær kosningar. Ég ber því upp í einu lagi till. frsm. kjördeildanna um, að kjörbréf og kosning hv. þingmanna séu tekin gild.