28.11.1967
Efri deild: 25. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

66. mál, verðlagsmál

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur komið saman og rætt frv. til l. um breyt. á l. nr. 54 frá 14. júní 1960. Fjhn. varð sammála um að leggja til brtt. við frv. eins og nál. á þskj. 100 ber með sér. Þessi breyting felur í sér, að ASÍ fær nú að tilnefna 3 fulltrúa í verðlagsnefnd og BSRB 1. Áður gerði frv. ráð fyrir, að ASÍ fengi að tilnefna 4 fulltrúa, en það er von fjhn., að þessi breyting fulltrúa í verðlagsnefnd leiði ekki af sér kröfu frá öðrum launþegasamtökum um að fjölga sífellt í nefndinni, og leggjum við til, að frv. verði þannig samþykkt.