13.12.1967
Efri deild: 32. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (656)

27. mál, siglingalög

Frsm. (Pétur Benediktsson):

Herra forseti. Ég get verið ákaflega stuttorður um frv. það, sem hér liggur fyrir. Við höfum í rauninni tekið hlutina í dálítið vafasamri röð, því að fyrsta mál á dagskrá er afleiðing af þriðja máli á dagskránni, þ.e. alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna. Það hefur orðið að ráði, að Ísland aðhylltist þessa alþjóðasamþykkt, og í því tilefni þarf að gera nokkrar breytingar á siglingalögunum, og það eru þær, sem hér eru lagðar fyrir. Þetta mál hefur verið rætt í n., og allir nm. hafa orðið sammála um að leggja til, að frv. verði afgr. óbreytt.