29.03.1968
Efri deild: 77. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í B-deild Alþingistíðinda. (860)

137. mál, dráttarbrautir og skipasmíðastöðvar

Pétur Benediktsson:

Herra forseti. Ég er að efni til sammála þeirri till., sem hér er fram borin af n., enda á ég sennilega meiri þátt en nokkur þeirra nm., sem skrifuðu undir nál., í því að breyta nál. í skynsamlegra horf í meðförum Nd. En ég vil gera fsp. um það, hvað svona orðalag eigi að þýða eins og það, sem er í nál.; „Fjarstaddir voru Pétur Benediktsson og Björn Jónsson. Sveinn Guðmundsson var forfallaður.“ Var Sveinn Guðmundsson þá á nefndarfundi, en þannig á sig kominn, að hann gæti ekki sinnt málinu? Samkv. mínum kunnugleika af hv. 7. landsk. þm. gæti þetta ekki komið fyrir hann. Ég skal vera góðviljaður í garð þeirra fjögurra manna, sem undir þetta skrifa, og ætla, að þeir meini, að hann hafi boðað forföll, Ef þeir meina það, ættu þeir að segja það, en þeir geta ekki kveðið upp þann dóm, að hann hafi verið forfallaður og að við hinir tveir höfum skrópað á nefndarfundi án lögmætra ástæðna, hvernig sem á því stóð að öðru leyti, að við komum ekki þarna, og ég vil, herra forseti, að þér vitið, að svona fjölmæli kann ég ekki við í þskj.