23.03.1977
Neðri deild: 62. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2803 í B-deild Alþingistíðinda. (2079)

15. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi

Forseti (Magnús T. Ólafsson) :

Vegna ummæla hv. 5. þm. Vestf. vil ég taka fram, að yfir stendur reglulegur fundur hv. d. Beri svo brátt að fundarhald í kjördæmahópum að þeim sé skotið inn á fastan fundartíma og afgreiðslutíma mála, þá verður að ætlast til þess að forsvarsmenn kjördæmahópanna láti svo lítið að láta forseta vita að þeir séu að kveðja af fundi stóran hluta deildarmanna. Það eru mikil vandkvæði á því að fresta atkvgr. í miðjum klíðum, eftir að hún er hafin. Öðruvísi hefði vikið við hefði hún ekki verið byrjuð. Þess verður því enn freistað að kalla þm. á fundinn.