03.05.1977
Neðri deild: 88. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4229 í B-deild Alþingistíðinda. (3300)

15. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Virðulegi forseti. Á síðasta fundi d. kom upp nokkur vafi hvort orðalag í frv., sem við ræðum hér, eftir að það kom frá Ed. gæti staðist, og þess vegna var ákveðið að athuga það mál betur. Það var gert í morgun, og m. a. var haft samráð við Sjómælingar Íslands sem voru sammála okkur, sem drógum í efa að þetta fengi staðist, það orðalag sem þarna er um að ræða, og því leyfði ég mér að flytja þá brtt. sem er flutt á þskj. 678. Ég vil skýrt taka það fram, að við þá Ed.-menn, sem þar sitja nú, er ekki að sakast vegna þess að þeir hafa tekið þetta orðalag orðrétt upp úr grein í lögum sem samþ. voru á Alþ. í des. 1973 og tóku gildi 1. jan. 1974. En fyrir þá, sem þekkja nokkuð til þessara mála, getur þetta tæplega staðist, og til þess að enginn vafi verði á er þessi brtt. flutt á þskj. 678. Höf­um við rætt þetta okkar á milli í sjútvn. d., og eru menn sammála um að það sé rétt að fara þessa leið.