Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 729, 113. löggjafarþing 227. mál: málefni aldraðra (hlutverk Framkvæmdasjóðs).
Lög nr. 12 12. mars 1991.

Lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 82/1989.


1. gr.

     12. gr. laganna orðast svo:
     Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er:
  1. Að styrkja byggingu þjónustumiðstöðva, dagvista, þjónustuhúsnæðis aldraðra og hjúkrunarrýmis fyrir aldraða, sbr. 17. og 18. gr.
  2. Að veita styrki til breytinga, endurbóta og viðhalds á stofnunum aldraðra sem eru í rekstri við gildistöku þessara laga.
  3. Að styðja sveitarfélög, einkum dreifbýlissveitarfélög, til að koma á fót heimaþjónustu fyrir aldraða.
  4. Að veita tímabundið rekstrarfé til stofnana fyrir aldraða sem breyta eða hefja starfsemi eftir að fjárlagaár hefst.
  5. Önnur verkefni sem sjóðstjórn ákveður og heilbrigðisráðherra samþykkir.

     Heimilt er að veita allt að þriðjungi af árlegu ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs aldraðra til verkefna skv. 3., 4., og 5. tölul. 1. mgr.

2. gr.

     Síðari málsliður 2. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
     Mat á vistunarþörf skal að jafnaði vera í höndum þjónustuhóps aldraðra.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. febrúar 1991.