Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1108, 113. löggjafarþing 459. mál: þjóðminjalög (fornminjavörður).
Lög nr. 43 27. mars 1991.

Lög um breyting á þjóðminjalögum, nr. 88/1989.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verði á 3. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „deildarstjóri fornleifadeildar“ í síðasta málsl. 2. mgr. komi: fornminjavörður.
  2. Í stað orðsins „deildarstjóra fornleifadeildar“ í síðasta málsl. 5. mgr. komi: fornminjavarðar.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verði á 5. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 3. mgr. orðist svo: Auk þess fornleifasvið sem skipta má í deildir eins og þurfa þykir og lýtur stjórn fornleifanefndar, sbr. 3. gr.
  2. Í stað orðanna „Deildarstjóri fornleifadeildar og fornleifaverðir“ í upphafi 5. málsl. 3. mgr. komi: Fornminjavörður og fornleifaverðir.


3. gr.

     Í stað orðanna „Fornleifadeild lætur, eftir föngum,“ í upphafi 1. mgr. 17. gr. laganna komi: Fornminjavörður lætur.

4. gr.

     Í stað orðsins „Fornleifadeild“ í upphafi síðari málsliðar 19. gr. laganna komi: Fornminjavörður.

5. gr.

     4. málsl. 22. gr. laganna orðist svo: Rannsóknir útlendinga skulu vera undir yfirumsjón fornminjavarðar og fornleifavarðar viðkomandi svæðis.

6. gr.

     Í stað orðanna „Fornleifadeild eða“ í upphafi 23. gr. laganna komi: Fornminjavörður og.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 1991.

Samþykkt á Alþingi 19. mars 1991.