Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 318, 115. löggjafarþing 29. mál: lánsfjárlög 1991 (erlend lántaka).
Lög nr. 74 20. desember 1991.

Lög um breyting á lánsfjárlögum fyrir árið 1991, nr. 26/1991.


1. gr.

     Eftirfarandi breyting verði á 1. gr. laganna:
     Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein sem hljóði svo:
     Jafnframt er fjármálaráðherra heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka erlent lán á árinu 1991 að fjárhæð allt að 12.800.000 þús. kr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1991.