Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 279, 115. löggjafarþing 176. mál: Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins (inngreiðslur 1992).
Lög nr. 78 23. desember 1991.

Lög um viðauka við lög nr. 39 15. maí 1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði sem orðist svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. laganna skal ekki inna af hendi greiðslur til Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins vegna útflutnings á tímabilinu 1. janúar 1992 til 31. ágúst 1992.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 1991.