Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 842, 115. löggjafarþing 219. mál: innflutningur dýra (sóttvarnardýralæknir).
Lög nr. 56 18. maí 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra.


1. gr.

     2. mgr. 9. gr. laganna orðist svo:
     Sóttvarnardýralæknir sóttvarnastöðvar skal ráðinn af landbúnaðarráðherra, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, og skal hann fá sérstakt erindisbréf. Sóttvarnardýralækni er einungis heimilt að stunda lækningar dýra utan sóttvarnastöðvar með leyfi landbúnaðarráðherra og samkvæmt reglum sem yfirdýralæknir setur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1992.