Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 544, 116. löggjafarþing 309. mál: skuldbreytingar vegna loðdýraræktar (afskrift á lánum).
Lög nr. 108 28. desember 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 112/1989, um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar.


1. gr.

     Í stað síðari málsliðar 2. gr. laganna kemur: Þá er Stofnlánadeild heimilt að fella niður allt að helmingi af heildarskuldbindingum sem stofnað hefur verið til hjá deildinni vegna loðdýraræktar. Heimildin nær til afskriftar á lánum og niðurfellingar vaxta eftir nánari reglum sem landbúnaðarráðherra setur að höfðu samráði við stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1992.