Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1008, 116. löggjafarþing 372. mál: meðferð opinberra mála (ákæruvald lögreglustjóra o.fl.).
Lög nr. 38 4. maí 1993.

Lög um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í 2. mgr. 27. gr. laganna falla brott orðin „falin eru“.

2. gr.

     Í stað 1. og 2. mgr. 28. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     1. Lögreglustjórum er heimilt að höfða opinber mál að fenginni almennri ákvörðun ríkissaksóknara enda liggi ekki þyngri viðurlög við broti en sektir, upptaka eigna, varðhald eða fangelsi allt að tveimur árum. Heimild þessi tekur einnig til málshöfðunar vegna brota:
  1. gegn lögum um ávana- og fíkniefni,
  2. gegn áfengislögum,
  3. gegn tollalögum,
  4. gegn lögum um skotvopn, sprengiefni og skotelda,
  5. gegn lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun,
  6. gegn 219. gr. almennra hegningarlaga ef brot tengist umferðarlagabroti og 1. mgr. 259. gr. sömu laga að því er tekur til nytjastuldar á bifreið og öðrum vélknúnum farartækjum en skipi og flugfari.

     3. mgr. 28. gr. laganna verður 2. mgr. og á undan henni kemur: 2.

3. gr.

     Í 1. mgr. 85. gr. laganna fellur brott orðið „ákærandi“, en í stað þess kemur: sá sem rannsókn stýrir, svo og ríkissaksóknari.

4. gr.

     Í 1. málsl. 2. mgr. 115. gr. laganna falla brott orðin „hann hefur“, en í stað þeirra kemur: honum hefur verið falið.

5. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 120. gr. laganna orðast svo: Jafnframt gefur hann svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en þremur vikum eftir að hann fær í hendur ákæru, út fyrirkall á hendur ákærða sem greini stað og stund þingfestingar ásamt áskorun til hans um að sækja þing.

6. gr.

     3. mgr. 120. gr. laganna orðast svo:
     3. Við birtingu ákæru og fyrirkalls skal ákærði spurður hvort hann óski eftir verjanda og þá hverjum ef því er að skipta. Skal afstöðu ákærða getið í vottorði um birtinguna. Ákærði getur þó frestað að taka ákvörðun um verjanda þar til málið er þingfest.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 1993.