Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 147, 117. löggjafarþing 116. mál: fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum (ný fullvinnsluskip).
Lög nr. 109 1. nóvember 1993.

Lög um breyting á lögum um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, nr. 54/1992.


1. gr.

     Í stað lokamálsliðar ákvæðis til bráðabirgða koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Þetta ákvæði tekur einnig til nýrra fullvinnsluskipa hafi verið samið um smíði eða kaup á þeim fyrir 22. júní 1992. Sama gildir hafi verið samið um breytingar á eldri skipum í fullvinnsluskip fyrir þann tíma.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. október 1993.