Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1200, 117. löggjafarþing 581. mál: aukatekjur ríkissjóðs (veiting atvinnuréttinda).
Lög nr. 50 13. maí 1994.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Fyrir útgáfu leyfa og skírteina vegna veitingar atvinnuréttinda og tengdra réttinda skal greiða 5.000 kr.
     Fyrir endurnýjun leyfa og skírteina skv. 1. mgr. skal greiða 1.000 kr.
     Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um gjöld fyrir að þreyta próf til að öðlast atvinnuréttindi eða tengd réttindi.

2. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist nýr töluliður er orðast svo:
  1. Vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabókum 300 kr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við útgáfu leyfa og skírteina sem gefin eru út frá þeim tíma.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 1994.