Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1275, 117. löggjafarþing 551. mál: viðurkenning á menntun og prófskírteinum (nýjar EES-reglur).
Lög nr. 76 19. maí 1994.

Lög um breyting á lögum nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum.


1. gr.

     Fyrri málsgrein 1. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi gilda um störf sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til og falla undir tilskipanir 89/48/EBE eða 92/51/EBE sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær til og kveða á um almennar reglur um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum vegna starfsmenntunar.

2. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Ríkisborgarar í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, svo og norrænir ríkisborgarar sem uppfylla skilyrði þessara tilskipana eða samninga sem falla undir 1. gr., eiga rétt á að gegna hér á landi starfi sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til, hvort heldur er sjálfstætt eða sem launþegar, með sömu skilmálum og gilda um íslenska ríkisborgara.

3. gr.

     Fyrri málsgrein 4. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra, sem í hlut á, getur með reglugerð veitt undanþágu frá ákvæðum í lögum að því er varðar ríkisfang, búsetu eða viðurkenningu á prófum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er felast í tilskipunum þeim eða samningum sem falla undir 1. gr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1994.