Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1038, 117. löggjafarþing 538. mál: Evrópska efnahagssvæðið (birting breytinga og viðauka o.fl.).
Lög nr. 91 9. maí 1994.

Lög um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, sbr. lög nr. 66/1993.


1. gr.

     Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein sem verður 4. gr., svohljóðandi:
     Birting breytinga og viðbóta við EES-samninginn í sérstöku blaði, sem gefið verður út á vegum útgáfumiðstöðvar EFTA, telst fullgild birting.

2. gr.

     Í stað a-liðar 4. tölul. bókunar 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. fskj. II við lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, kemur nýr a-liður, svohljóðandi:
  1. Þegar aðildarríki EB ber að veita framkvæmdastjórn EB upplýsingar skal EFTA-ríki veita eftirlitsstofnun EFTA slíkar upplýsingar og hún koma þeim áleiðis til fastanefndar EFTA-ríkjanna. Hið sama gildir þegar þar til bær yfirvöld eiga að annast sendingu upplýsinga. Framkvæmdastjórn EB og eftirlitsstofnun EFTA skulu skiptast á upplýsingum sem þeim hafa borist frá aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjunum eða þar til bærum yfirvöldum.

3. gr.

     Ákvæði 1. gr. laga þessara öðlast þegar gildi.
     Ákvæði 2. gr. laga þessara öðlast gildi 1. júlí 1994 að því tilskildu að allar tilkynningar skv. 2. mgr. 103. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni. Eftir það öðlast 2. gr. laganna gildi fyrsta dag annars mánaðar eftir að síðasta tilkynningin berst EES-nefndinni.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 1994.