Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 555, 118. löggjafarþing 240. mál: brunatryggingar (umsýslugjald o.fl.).
Lög nr. 150 30. desember 1994.

Lög um breytingu á lögum um brunatryggingar, nr. 48/1994.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar skal gera á 2. gr. laganna:
  1. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Þó skal Fasteignamat ríkisins að jafnaði annast fyrstu virðingu.
  2. Á eftir lokamálslið 2. mgr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Sjái Fasteignamat ríkisins ástæðu til getur það framkvæmt endurmat, húseiganda og vátryggingafélagi að kostnaðarlausu.
  3. 3. mgr. verður svohljóðandi:
  4.      Breyta skal vátryggingarverði húsa til samræmis við vísitölu byggingarkostnaðar hinna ýmsu tegunda húseigna.
  5. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, sem verður 4. mgr., svohljóðandi:
  6.      Með reglugerð er heimilt að ákveða að húseigendur greiði árlegt umsýslugjald af brunabótamati húseignar til Fasteignamats ríkisins. Viðkomandi vátryggingafélag innheimtir þetta gjald og skilar til Fasteignamatsins. Umsýslugjald þetta skal aldrei vera hærra en 0,03‰ (prómill) af brunabótamati húseignar.


2. gr.

     2. mgr. 3. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Vátryggjanda er heimilt að veita undanþágu frá byggingarskyldu að höfðu samráði við skipulagsyfirvöld gegn því skilyrði að 15% dragist frá bótafjárhæðinni. Frádrætti þessum skal þó ekki beitt ef endurbygging er eigi heimil af skipulagsástæðum eða öðrum ástæðum sem tjónþola er ekki sjálfrátt um. Hafi ákvörðun verið tekin um að veita undanþágu frá byggingarskyldu og telji vátryggjandi brunabótamat húseignar greinilega hærra en markaðsverð húseignar er vátryggjanda heimilt að miða bótafjárhæð við markaðsverð viðkomandi húseignar. Rísi ágreiningur um bótafjárhæð skal málinu skotið til gerðardóms sem ráðherra setur nánari ákvæði um í reglugerð, sbr. 5. gr. laga þessara.

3. gr.

     4. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Öll iðgjöld og matskostnaður af húseignum í skyldutryggingu hvíla sem lögveð á eignunum sjálfum og ganga í tvö ár fyrir öllum öðrum skuldbindingum sem á þeim hvíla nema sköttum til ríkissjóðs.
     Séu iðgjöld eigi greidd innan sex mánaða frá gjalddaga er heimilt að láta selja hina vátryggðu eign á uppboði samkvæmt ákvæðum laga um nauðungarsölu.

4. gr.

     Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, sem verður 4. gr. a, svohljóðandi:
     Hafi brunatrygging húss, sem tekin hefur verið, fallið niður af ástæðum sem húseiganda verður ekki um kennt ber Sambandi íslenskra tryggingafélaga að bæta honum tjón á húseign hans af völdum eldsvoða.
     Samband íslenskra tryggingafélaga skal endurkrefja vátryggingafélög, sem hafa með höndum brunatryggingar húsa, um kostnað vegna slíkra bótagreiðslna nema í ljós verði leitt hver ber ábyrgð á að vátrygging féll niður og skal sambandið þá endurkrefja þann aðila. Kostnaði skal skipt á félögin í hlutfalli við bókfærð iðgjöld þeirra í lögboðnum brunatryggingum húsa hér á landi. Skal í því efni miðað við nýjustu upplýsingar um markaðshlutdeild félaganna við uppgjörsdag tjóns.
     Skilyrði starfsleyfis lögboðinna brunatrygginga húseigna er að félag skuldbindi sig til að taka þátt í þessari tilhögun um greiðslu bóta vegna óvátryggðra húseigna.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. desember 1994.