Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 777, 118. löggjafarþing 325. mál: vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum (réttur útlendinga).
Lög nr. 19 6. mars 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 78/1993, um vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum.


1. gr.

     2. gr. laganna hljóðar svo:
     Verndar samkvæmt lögum þessum nýtur sá sem hannað hefur svæðislýsingu smárása í hálfleiðara eða sá aðili eða lögaðili er öðlast hefur rétt hans.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 1995.