Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 113, 119. löggjafarþing 30. mál: meðferð og eftirlit sjávarafurða (vettvangsathugun eftirlitsmanna EFTA).
Lög nr. 85 20. júní 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 93 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra, með síðari breytingu.


1. gr.

     Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. Núverandi 2. mgr. verður 3. mgr. Málsgreinin orðast svo:
     Eftirlitsmönnum eftirlitsstofnunar EFTA er heimilt í samvinnu við Fiskistofu og í fylgd starfsmanna hennar að gera vettvangsathugun hjá þeim aðilum sem fengið hafa vinnsluleyfi frá Fiskistofu, sbr. 12. gr. laganna, til að sannreyna að uppfyllt séu skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 1995.