Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 284, 120. löggjafarþing 80. mál: félagsleg aðstoð (endurhæfingarlífeyrir).
Lög nr. 152 28. desember 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð.


1. gr.

     Á eftir 3. málsl. 8. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Um aðrar tengdar bætur fer eftir sömu reglum sem um elli- og örorkulífeyri.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. desember 1995.