Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 469, 120. löggjafarþing 240. mál: stjórn fiskveiða (sóknardagar krókabáta).
Lög nr. 158 31. desember 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í lok 8. málsl. 8. mgr. 6. gr. laganna falla brott orðin „enda verði bátum ekki haldið til veiða á því veiðitímabili sem sóknardagar eru fluttir frá“.

2. gr.

     Í stað orðanna „þess veiðitímabils sem sóknardagar eru fluttir frá“ í 11. málsl. 8. mgr. 6. gr. laganna kemur: þriðja veiðitímabils

3. gr.

     Í stað orðanna „fiskveiðiársins 1996/1997“ í 12. málsl. 8. mgr. 6. gr. laganna kemur: fiskveiðiársins 1995/1996.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1995.