Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 874, 120. löggjafarþing 399. mál: skaðabótalög (margföldunarstuðull o.fl.).
Lög nr. 42 13. maí 1996.

Lög um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993.


1. gr.

     Í stað „7,5-földum“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: tíföldum.

2. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Þegar miskastig er minna en 10% greiðast engar örorkubætur. Þegar miskastig er 10%, 12%, 15%, 18% og 20% skulu örorkubætur vera 120%, 125%, 130%, 135% eða 140% af bótum fyrir varanlegan miska.

3. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Dómsmálaráðherra skal skipa nefnd til að vinna að heildarendurskoðun skaðabótalaga. Ráðherra skal leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögunum eigi síðar en í október 1997.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1996.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 1996.