Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1111, 120. löggjafarþing 533. mál: vörugjald af ökutækjum (gjaldflokkar fólksbifreiða).
Lög nr. 48 30. maí 1996.

Lög um breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Á fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. gr., skal lagt vörugjald í eftirfarandi þremur gjaldflokkum miðað við sprengirými aflvélar, mælt í rúmsentimetrum:
Sprengirými aflvélar
Flokkur Bensínvélar Dísilvélar Gjald í %
I 0–1.600 0–2.100 30
II 1.601–2.500 2.101–3.000 40
III yfir 2.500 yfir 3.000 65


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1996.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 1996.