Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 281, 121. löggjafarþing 75. mál: brunatryggingar (umsýslugjald).
Lög nr. 131 13. desember 1996.

Lög um breyting á lögum nr. 48/1994, um brunatryggingar, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Húseigendur skulu árlega greiða umsýslugjald af brunabótamati húseignar er nema skal 0,025‰ (prómillum) af brunabótamatinu og skal gjald þetta renna til Fasteignamats ríkisins. Gjaldið skal notað til þess að standa undir kostnaði stofnunarinnar við að halda skrá yfir brunabótamat húseigna í landinu. Vátryggingafélag skal innheimta gjaldið samhliða innheimtu brunatryggingariðgjalda og skila til stofnunarinnar eigi síðar en 45 dögum eftir gjalddaga þess.

2. gr.

     2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
     Séu brunatryggingariðgjöld og önnur gjöld og skattar sem ákvörðuð eru sem hlutfall af brunabótamati og innheimtast eiga samhliða innheimtu iðgjalda, svo og matskostnaður, eigi greidd innan sex mánaða frá gjalddaga er heimilt að krefjast nauðungarsölu á hinni vátryggðu eign án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Önnur gjöld og skattar samkvæmt þessari málsgrein eru brunavarnagjald, umsýslugjald, forvarnagjald, viðlagatryggingariðgjald og álag á viðlagatryggingariðgjald.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 1996.