Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 658, 121. löggjafarþing 254. mál: grunnskólar (námsleyfasjóður).
Lög nr. 11 10. mars 1997.

Lög um breyting á lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, með áorðnum breytingum.


1. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna orðast svo: Sveitarstjórnir skulu greiða upphæð er svarar til 1,3% af dagvinnulaunum kennara og skólastjóra í sveitarfélaginu í sérstakan sjóð er Samband íslenskra sveitarfélaga annast rekstur á og varðveitir.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1997.