Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1137, 121. löggjafarþing 504. mál: hlutafélög (hlutafélagaskrá).
Lög nr. 41 16. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög.


1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi gilda um öll hlutafélög nema annað sé ákveðið í lögum. Viðskiptaráðherra fer með mál er varða hlutafélög samkvæmt lögum þessum, önnur en þau sem varða skráningu hlutafélaga en með þau fer ráðherra Hagstofu Íslands. Með ráðherra er í lögum þessum átt við viðskiptaráðherra nema ráðherra Hagstofu Íslands sé tilgreindur sérstaklega.

2. gr.

     Í stað orðsins „hlutafélagaskrá“ í 3. málsl. 18. gr. laganna kemur: ráðherra.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 53. gr. laganna:
  1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Rísi ágreiningur milli félags og kröfuhafa um það hvort framboðin trygging sé nægileg geta hlutaðeigandi, innan tveggja vikna frá því að tryggingin er boðin fram, lagt málið fyrir héraðsdóm á heimilisvarnarþingi félagsins.
  2. Í stað orðsins „hlutafélagaskrá“ í 2. mgr. kemur: ráðherra.


4. gr.

     Í stað orðanna „hlutafélagaskrá“ og „hlutafélagaskrár“, þar sem þau koma fyrir í 2. mgr. 87. gr. laganna, kemur: ráðherra.

5. gr.

     Í stað orðsins „hlutafélagaskrár“ í 3. mgr. 90. gr. laganna kemur: ráðherra.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 97. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „hlutafélagaskrá“ og „hún“, þar sem þau koma fyrir í 1. mgr., kemur: ráðherra, og: hann.
  2. Í stað orðsins „hlutafélagaskrá“ í 3. mgr. kemur: ráðherra.


7. gr.

     Í stað orðsins „hlutafélagaskrár“ í upphafi 1. mgr. 107. gr. laganna kemur: ráðherra.

8. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 141. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     1. og 2. mgr. 147. gr. laganna orðast svo:
     Hagstofa Íslands skráir íslensk hlutafélög og útibú erlendra hlutafélaga og starfrækir hlutafélagaskrá í því skyni.
     Ráðherra Hagstofu Íslands er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um skráningu hlutafélaga, þar með talið um skipulag skráningarinnar, rekstur hlutafélagaskrár, aðgang að skránni og gjaldtöku, m.a. fyrir útgáfu vottorða og afnot af þeim upplýsingum sem hlutafélagaskrá hefur á tölvutæku formi.

10. gr.

     158. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, sbr. þó 2. mgr. 147. gr.

11. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 1997.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1997.