Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1246, 121. löggjafarþing 241. mál: skipan prestakalla (starfsþjálfun guðfræðikandídata).
Lög nr. 59 22. maí 1997.

Lög um breyting á lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands, nr. 62 17. maí 1990 (starfsþjálfun guðfræðikandídata).


1. gr.

     1. málsl. 3. tölul. 16. gr. laganna orðast svo: Áður en kandídat hlýtur vígslu skal hann hafa starfað með sóknarpresti eigi skemur en tvo mánuði undir eftirliti prófasts.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 1997.