Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 547, 122. löggjafarþing 185. mál: Bjargráðasjóður.
Lög nr. 126 22. desember 1997.

Lög um breytingu á lögum um Bjargráðasjóð, nr. 146/1995.


1. gr.

     B-liður 5. gr. laganna orðast svo: Tekjur af búnaðargjaldi skv. 6. gr. laga um búnaðargjald, nr. 84/1997, og viðauka með þeim lögum.

2. gr.

     3. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaráðherra stendur skil á hlut Bjargráðasjóðs í búnaðargjaldi í samræmi við 6. gr. laga nr. 84/1997.

3. gr.

     2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
     Forsenda styrkveitinga úr búnaðardeild sjóðsins er að skil hafi verið gerð á búnaðargjaldi í samræmi við ákvæði laga nr. 84/1997.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1997.