Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 596, 122. löggjafarþing 153. mál: einkaleyfi (EES-reglur).
Lög nr. 132 23. desember 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 65. gr. a í lögunum kemur: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1610/96, um útgáfu viðbótarvottorðs um vernd plöntuvarnarefna, sem birt er sem 6. liður a í sama viðauka, fylgir og lögunum og telst hluti þeirra að teknu tilliti til aðlögunarákvæða samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/97 frá 31. júlí 1997. Ákvæði reglugerðanna skulu hafa lagagildi hér á landi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 2. janúar 1998.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 1997.