Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1006, 122. löggjafarþing 287. mál: sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur.
Lög nr. 17 27. mars 1998.

Lög um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur.


1. gr.

     Sveitarfélögin Kjalarneshreppur í Kjósarsýslu og Reykjavík skulu sameinuð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og hafa ekki áhrif á skipan kjördæma við alþingiskosningar.

Samþykkt á Alþingi 23. mars 1998.