Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1440, 122. löggjafarþing 578. mál: lax- og silungsveiði (stjórnsýsluverkefni, Fiskræktarsjóður o.fl.).
Lög nr. 50 3. júní 1998.

Lög um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 76 25. júní 1970, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. og 4. mgr. kemur: veiðimálastjóri.
 2. Í stað orðsins „veiðimálastjóra“ í 3. mgr. kemur: veiðimálanefndar.
 3. Orðin „og veiðimálastjóri“ í 4. mgr. falla brott.


2. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ hvarvetna í 13. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: veiðimálastjóri.

3. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 7. og 8. mgr. 14. gr. laganna kemur: veiðimálastjóra.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. 3. og 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Rétt er veiðimálastjóra að takmarka stangaveiði á friðuðu svæði við ós og setja reglur um veiðitæki og möskvastærð neta við slíka ósa. Þó getur veiðimálastjóri að fenginni umsögn Fiskistofu leyft ádrátt fyrir síld og loðnu á friðuðu svæði tiltekinn tíma ársins.
 2. Fyrri málsliður 3. mgr. orðast svo: Til verndunar villtra stofna laxfiska er veiðimálastjóra rétt að friða tiltekin svæði í sjó í nágrenni mikilvægra veiðivatna þar sem ekki verði heimiluð starfsemi á sviði fiskeldis og hafbeitar með laxfiska.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 3. mgr. kemur: Veiðimálastjóri.
 2. Orðin „eftir tillögum veiðimálastjóra“ í 3. mgr. falla brott.
 3. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 4. mgr. kemur: Veiðimálastjóra.
 4. Í stað orðanna „hlutaðeigandi veiðifélags og eftir tillögum veiðimálastjóra“ kemur: og hlutaðeigandi veiðifélags.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nú telst sannað að fiskur hrygni í veiðivatni í september og er veiðimálastjóra þá rétt að fenginni umsögn veiðimálanefndar að ákveða að veiðitíma ljúki fyrr í því vatni.
 2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Rétt er veiðimálastjóra að setja nánari reglur um veiðitíma í vatni hverju að fengnum tillögum hlutaðeigandi veiðifélags og veiðimálanefndar.
 3. 3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Þá er sérstaklega stendur á getur veiðimálastjóri að fenginni umsögn veiðimálanefndar leyft að göngusilungur sé veiddur utan þess tíma í lagnet, á stöng, á dorg og færi.


7. gr.

     2. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
     Veiðimálastjóra er rétt að ákveða að friðun sú sem getur í 1. mgr. skuli gilda aðra daga ofar í straumvatni en neðar enda telji hann það nauðsynlegt til jöfnunar fiskigengd í því vatni.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Ráðherra“ kemur: Veiðimálastjóra.
 2. Orðin „eftir tillögum veiðimálastjóra og“ falla brott.
 3. Í stað orðsins „veiðimálastjóri“ kemur: hann.


9. gr.

     21. gr. laganna orðast svo:
     Veiðimálastjóra er rétt að friða heilt vatn gegn allri veiði eða einstökum veiðiaðferðum, enda sé sú friðun nauðsynleg til verndar fiskstofni þess vatns, en leita skal hann samþykkis hlutaðeigandi veiðifélags og veiðimálanefndar.

10. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Veiðimálastjóri gefur út veiðiskírteini.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. Orðin „með samþykki ráðherra“ í 3. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 4. mgr. kemur: Veiðimálastjóri.
 3. Við greinina bætast átta nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 4.      5. Við fiskrækt í ám og vötnum skal einungis nota stofn úr viðkomandi veiðivatni.
       6. Hvers konar flutningur á laxfiskum úr náttúrulegu veiðivatni, hafbeitar- eða eldisstöð í annað náttúrulegt veiðivatn til stangaveiði er óheimill.
       7. Veiðimálastjóri getur veitt undanþágu frá ákvæðum 5. og 6. mgr. að fengnu sérstöku mati á áhrifum framkvæmdarinnar á lífríki veiðivatnsins og aðliggjandi veiðivatna skv. 8. og 12. mgr.
       8. Til þess að fá undanþágu frá banni skv. 5. og 6. mgr. þarf veiðifélag eða eigandi veiðivatnsins sem áformar fiskrækt með framandi stofni eða flutning framandi stofns í veiðivatn að sækja um það til veiðimálastjóra. Undanþágu má að hámarki veita til tveggja ára í senn. Með umsókn skal fylgja greinargerð um framkvæmdina, umsögn dýralæknis fisksjúkdóma um fisksjúkdóma og Veiðimálastofnunar um önnur hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar á lífríkið, þar með talda erfðamengun. Framkvæmdaraðili ber kostnað af gerð umsagna. Veiðimálastjóri setur almennar reglur um slíkar umsagnir.
       9. Innan tveggja vikna frá móttöku birtir veiðimálastjóri með opinberri auglýsingu umsókn framkvæmdaraðila og kallar eftir umsögnum veiðifélaga á viðkomandi vatnasviði um framkvæmdina. Frá og með þeim tíma skal hverjum sem er vera heimill aðgangur hjá veiðimálastjóra að umsögnum skv. 8. mgr. Athugasemdum skal skilað til veiðimálastjóra innan fimm vikna frá birtingu auglýsingar. Innan átta vikna frá því að veiðimálastjóri hefur birt umsókn framkvæmdaraðila skal hann kveða upp rökstuddan úrskurð um það hvort fallist sé á umsókn eða henni hafnað. Veiðimálastjóra er heimilt að binda undanþágu skilyrðum.
       10. Þegar ákvörðun veiðimálastjóra liggur fyrir skal hún kynnt framkvæmdaraðila og þeim sem hlut eiga að máli, þar á meðal öðrum veiðifélögum á viðkomandi vatnasviði. Jafnframt skal birta hana opinberlega.
       11. Ráðherra er heimilt að ákveða með sérstakri reglugerð að innheimt skuli gjald af framkvæmdaraðila vegna kostnaðar embættis veiðimálastjóra af málsmeðferð samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
       12. Úrskurð veiðimálastjóra skv. 9. mgr. má kæra til landbúnaðarráðherra innan fjögurra vikna frá birtingu. Ráðherra skal kveða upp rökstuddan úrskurð innan átta vikna frá því er beiðni barst honum.


12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      2. Veiðimálastjóra er rétt að ákveða allt að tveggja sólarhringa friðun á viku hverri.
 3. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ef beitt er ákvæðum 1. mgr. um friðun í vatni er veiðimálastjóra rétt að leyfa lagnetaveiði til heimilisnota á friðunartímanum.
 4. 4. mgr. orðast svo:
 5.      4. Veiðimálastjóri getur sett reglur um friðun vatnasilungs þar sem hann hrygnir að sumarlagi.


13. gr.

     25. gr. laganna orðast svo:
     Nú telst rétt að uppræta fisk úr veiðivatni, svo sem vegna sjúkdóma eða til þess að rækta aðrar fisktegundir en þær er fyrir voru í vatninu, og skal veiðimálastjóra þá heimilt að fenginni umsögn viðkomandi veiðifélags, Veiðimálastofnunar og Náttúruverndar ríkisins og með samþykki Hollustuverndar ríkisins að leyfa notkun sérstakra efna við eyðingu fiskstofns vatns með þeim skilyrðum sem þurfa þykir.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 3., 4. og 6. mgr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: veiðimálastjóri.
 2. Orðin „eftir tillögum veiðimálastjóra“ í 3. mgr., „og veiðimálastjóri“ í 4. mgr. og „eftir tillögum veiðimálastjóra og“ í 6. mgr. falla brott.


15. gr.

     4. málsl. 1. mgr. 35. gr. laganna orðast svo: Veiðimálastjóra er rétt að veita undanþágu frá ákvæði þessarar málsgreinar þegar sérstaklega stendur á.

16. gr.

     2. málsl. 37. gr. laganna orðast svo: Þó getur veiðimálastjóri leyft að leggja veiðivél út í miðja kvísl, ef eigi er lagt nema í eina.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. og 3. mgr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: veiðimálastjóri.
 2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Veiðimálastjóra er þó rétt að veita viðkomandi veiðifélagi undanþágu frá ákvæði þessu, enda mæli veiðimálanefnd með því.
 3. Orðin „að fengnum tillögum veiðimálastjóra“ í 3. mgr. falla brott.


18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 39. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Ráðherra“ kemur: Veiðimálastjóra.
 2. Í stað orðsins „veiðimálastjóri“ kemur: hann.


19. gr.

     58. gr. laganna orðast svo:
     Veiðimálastjóra er rétt með samþykki veiðimálanefndar að veita veiðifélagi undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 31. gr. um hlið á girðingum, 1. mgr. 34. gr. um lengd fastra veiðivéla út í vatn og 4. mgr. 34. gr. um fjölda veiðitækja við garð og binda undanþágu þeim skilyrðum sem þurfa þykir.

20. gr.

     2. mgr. 61. gr. laganna fellur brott.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 62. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. kemur: veiðimálastjóra.
 2. Í stað orðsins „veiðimálastjóra“ í 1. mgr. kemur: veiðimálanefndar.
 3. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Veiðimálastjóri skal leita umsagnar Veiðimálastofnunar um fyrirhugaða hafbeit ef náttúrulegar aðstæður á svæðinu gefa tilefni til hættu á erfðablöndun.
 4. Í stað orðsins „ráðherra“ hvarvetna í 3. mgr. kemur: veiðimálastjóri.
 5. Orðin „og veiðimálastjóra“ í 3. mgr. falla brott.
 6. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 7.      5. Flutningur seiða í hafbeitarstöð er óheimill fyrr en fullgilt rekstrarleyfi er fengið. Veiðimálastjóri getur þó veitt undanþágu til flutnings á seiðum í hafbeitarstöð hafi stöðin fengið heimild til starfsemi samkvæmt ákvæðum annarra laga er varða slíkan atvinnurekstur.


22. gr.

     67. gr. laganna orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 66. gr. skal veiðimálastjóri, með samþykki veiðimálanefndar, setja reglur um töku á laxi er kemur úr sjó í hafbeitarstöð og um merkingar og sýnatöku úr fiskinum.

23. gr.

     71. gr. laganna orðast svo:
     Veiðimálastjóra er rétt að fenginni umsögn veiðimálanefndar að ákveða friðunarsvæði í sjó framan við frárennsli fiskeldis- og hafbeitarstöðva á sama hátt og kveðið er á um í 7. og 8. mgr. 14. gr.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 86. gr. laganna:
 1. A-liður orðast svo: hann fer með stjórn veiðimála og er ráðherra til aðstoðar um þau mál eins og kveðið er á um í lögum þessum.
 2. D-liður orðast svo: hann gefur leyfi til merkinga vatnafiska með skilyrðum sem hann setur.
 3. E-liður orðast svo: hann ber ábyrgð á söfnun skýrslna um veiði, fiskrækt og fiskeldi; hann má fela öðrum aðila söfnun og úrvinnslu gagna.
 4. F-liður orðast svo: hann skipar veiðieftirlitsmenn.


25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 87. gr. laganna:
 1. Orðin „og veiðimálastjóra“ í 1. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðsins „veiðimálastjóri“ í 2. mgr. kemur: framkvæmdastjóri Veiðimálastofnunar.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 91. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. og 2. mgr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: veiðimálastjóri.
 2. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 3. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Kostnaður við störf þeirra greiðist úr ríkissjóði.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, f-liður, svohljóðandi: 3‰ af óskírum tekjum vatnsaflsstöðva í landinu vegna sölu á raforku samkvæmt sérsamningum til nýrra stórnotenda.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      2. Með stjórn Fiskræktarsjóðs fer veiðimálanefnd. Ákvarðanir um styrki og lán úr sjóðnum skulu háðar samþykki ráðherra.


28. gr.

     Í stað orðanna „eða 38. gr.“ í f-lið 1. mgr. 98. gr. laganna kemur: 38. eða 62. gr.

29. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 1998.