Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1497, 122. löggjafarþing 483. mál: kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla.
Lög nr. 65 12. júní 1998.

Lög um breytingu á lögum nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.


1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Kirkjugarðsstjórn getur ákveðið sérstakan minningarreit í kirkjugarði vegna horfins manns sem úrskurðaður hefur verið látinn og nýtur sá reitur sömu friðhelgi og grafreitur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 1998.