Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1541, 122. löggjafarþing 520. mál: lögreglulög (eftirlit með meðferð áfengis).
Lög nr. 78 15. júní 1998.

Lög um breytingu á lögreglulögum, nr. 90 13. júní 1996 (eftirlit með meðferð áfengis).


1. gr.

     Við 2. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að starfrækja áfengiseftirlitsdeild sem annist eftirlit með meðferð áfengis.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1998.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.