Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 633, 123. löggjafarþing 205. mál: Náttúrufræðistofnun Íslands (stjórnskipulag o.fl.).
Lög nr. 169 31. desember 1998.

Lög um breytingu á lögum nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, ásamt síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðsins „stjórnar“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: forstjóra.

2. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa háskólamenntun og þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Forstjóri ræður forstöðumenn setra og aðra starfsmenn stofnunarinnar.
     Forstjóri fer með stjórn stofnunarinnar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar. Þá mótar hann stefnu hennar í samráði við forstöðumenn setra. Forstjóri samþykkir fjárhagsáætlanir setra og fylgist með fjárreiðum þeirra og ráðstöfun fjár. Fjármál einstakra setra eru að öðru leyti á ábyrgð forstöðumanna þeirra.
     Forstjóri boðar árlega til fundar með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar og forstöðumönnum náttúrustofa til að samræma starfsemina og greina frá niðurstöðum rannsókna.
     Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um hlutverk og starfsskyldur forstjóra og forstöðumanna, svo og um aðsetur forstjóra á hverjum tíma.

3. gr.

     Við 2. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr stafliður sem orðast svo: að skrá berg- og jarðgrunna landsins með kerfisbundnum hætti og vinna að flokkun námasvæða eftir efni, magni, aðgengi, gæðum og verndargildi. Við mat á verndargildi skal Náttúrufræðistofnun hafa samráð við Náttúruvernd ríkisins.

4. gr.

     Í stað orðsins „stjórnar“ í 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: forstjóra.

5. gr.

     4. málsl. 7. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Við 4. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sama á við um örverur sem eiga uppruna sinn á jarðhitasvæðum og erfðaefni þeirra.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1998.