Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1170, 123. löggjafarþing 590. mál: aukatekjur ríkissjóðs (sjálfseignarstofnanir).
Lög nr. 26 18. mars 1999.

Lög um breytingu á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðinu „einkahlutafélags“ í 2. tölul. 13. gr. laganna kemur: og sjálfseignarstofnana sem stunda atvinnurekstur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 1999.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1999.