Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 313, 125. löggjafarþing 64. mál: meðferð einkamála (EES-reglur, málskostnaðartrygging).
Lög nr. 97 10. desember 1999.

Lög um breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91 31. desember 1991.


1. gr.

     Í stað orðsins „erlendis“ í a-lið 1. mgr. 133. gr. laganna kemur: utan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. desember 1999.