Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 529, 125. löggjafarþing 251. mál: meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða (EES-reglur).
Lög nr. 115 28. desember 1999.

Lög um breytingu á lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, nr. 55 10. júní 1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 22. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Um innflutning á sjávarafurðum frá Liechtenstein fer eins og um innflutning slíkra afurða frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

     23. gr. laganna orðast svo:
     Fiskistofa heldur skrá yfir þá aðila sem hlotið hafa viðurkenningu, sbr. 3. mgr. 22. gr. Skráin skal vera aðgengileg almenningi.

3. gr.

     Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 1. mgr. 26. gr. laganna kemur: Fiskistofu.

4. gr.

     Á eftir orðinu „framleiðendum“ í 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: frystiskipum.

5. gr.

     Í stað orðanna „Til og með 31. desember 1999“ í ákvæði til bráðabirgða í lögunum kemur: Til og með 30. júní 2001.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1999.