Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 531, 125. löggjafarþing 274. mál: málefni fatlaðra (ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs 2000).
Lög nr. 116 28. desember 1999.

Lög um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.


1. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra, greiðist árið 2000 af ráðstöfunarfé sjóðsins kostnaður við félagslega hæfingu og endurhæfingu skv. 27. gr. laganna og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2000.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1999.