Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 549, 125. löggjafarþing 228. mál: vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum (gjald fyrir veiðikort).
Lög nr. 131 31. desember 1999.

Lög um breytingu á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 3. mgr. hljóðar svo: Gjald fyrir veiðikort skal vera 1.900 kr. á ári.
  2. 4. mgr. hljóðar svo:
  3.      Þeir sem stunda veiðar á villtum dýrum skulu hafa tekið próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða. Veiðistjóri heldur námskeið til undirbúnings hæfnisprófum. Veiðistjóra er heimilt að innheimta gjald fyrir töku prófs um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða og fyrir námskeið til undirbúnings prófunum. Gjöld skulu aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu. Ráðherra setur að fengnum tillögum veiðistjóra gjaldskrá fyrir próf og námskeið til undirbúnings hæfnisprófum.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1999.