Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 949, 125. löggjafarþing 371. mál: álbræðsla á Grundartanga (fasteignaskattur).
Lög nr. 12 14. apríl 2000.

Lög um breytingu á lögum um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, nr. 62/1997.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Við 6. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður er verður 2. málsl. og orðast svo: Þá skal félagið greiða Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi fasteignaskatt sem skal vera 0,75% af 826.444 þús. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga sem þarf til aukinnar álframleiðslu um 30 þús. lestir, miðað við byggingarvísitölu 1. desember 1999 (236,6 stig).
  2. Við 6. tölul. 1. mgr. bætist nýr lokamálsliður sem orðast svo: Fasteignaskattur skv. 2. málsl. skal lagður á í fyrsta sinn 1. janúar næsta ár eftir að framleiðslugetan er komin í 90 þús. lesta álframleiðslu á ári.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. apríl 2000.