Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 992, 125. löggjafarþing 370. mál: vörumerki (málarekstur o.fl.).
Lög nr. 13 14. apríl 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 45/1997, um vörumerki, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 35. gr. laganna bætist ný málsgrein, 3. mgr., sem orðast svo:
     Eigandi vörumerkis, sem hefur ekki lögheimili hér á landi, telst hafa varnarþing í Reykjavík í málum sem rekin eru samkvæmt lögum þessum.

2. gr.

     4. mgr. 42. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Í stað orðanna „gjöld fyrir umsóknir, endurnýjanir, afgreiðslur, endurrit o.fl.“ í 65. gr. laganna kemur: gjöld fyrir umsóknir, endurnýjanir, afgreiðslur, endurrit, áfrýjanir o.fl.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. apríl 2000.