Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1088, 125. löggjafarþing 544. mál: gjaldtökuákvæði nokkurra laga á sviði sjávarútvegs (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 34 5. maí 2000.

Lög um breytingu á gjaldtökuákvæðum nokkurra laga á sviði sjávarútvegs.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

1. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: Skal þessum aflaheimildum skipt milli botnfisktegunda í hlutfalli við leyfðan heildarafla af einstökum tegundum og verðmætahlutföll einstakra tegunda samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald.

2. gr.

     Í stað orðanna „samkvæmt ákvörðun ráðuneytis í upphafi árs“ í 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: í samræmi við verðmætahlutföll einstakra tegunda samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. a laganna:
  1. Lokamálsliður 1. mgr. orðast svo: Við mat á heildarverðmæti aflamarks skal annars vegar miða við verðmætahlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald og hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.
  2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Við mat á heildarverðmæti aflahlutdeildar skal annars vegar miða við verðmætahlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald og hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Skal við mat á þessu hlutfalli miðað við verðmæti einstakra tegunda í aflamarki skips í samræmi við verðmætahlutföll þeirra samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald.
  2. 2. málsl. 7. mgr. orðast svo: Í þessu sambandi skal aflamark metið í þorskígildum á grundvelli verðmætahlutfalla einstakra tegunda samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald.


5. gr.

     18. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     13. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIII í lögunum, sbr. 13. mgr. bráðabirgðaákvæðis I í lögum nr. 1 14. janúar 1999, um breyting á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 92/1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðanna „750 kr.“ og „285.000 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 922 kr., og: 350.000 kr.
  2. 4. mgr. fellur brott.


8. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Fiskistofa skal innheimta gjald til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins af hverju úthlutuðu þorskígildistonni. Skal gjaldið greitt af eiganda skips og nema 1.230 kr. fyrir hvert þorskígildistonn miðað við verðmætahlutföll einstakra tegunda samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald. Gjaldið fellur í gjalddaga með þremur jöfnum greiðslum hvert fiskveiðiár, 1. september, 1. janúar og 1. maí. Hafi greiðsla ekki borist innan mánaðar frá gjalddaga fellur veiðileyfi skipsins niður. Fiskistofa skal standa Þróunarsjóði jafnharðan skil á innheimtu gjalda.
     Fari stjórn fiskveiða krókabáta fram með öðrum hætti en úthlutun aflaheimilda á grundvelli aflahlutdeildar eða krókaaflahlutdeildar skal gjald miðast við landaðan afla viðkomandi báts í þeim tegundum þar sem hann er ekki bundinn aflatakmörkunum en sæta ákvörðun um heildarafla á tímabilinu 1. ágúst til 31. júlí fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs miðað við skráningu aflans í aflaupplýsingakerfi Fiskistofu. Um gjald þetta gilda að öðru leyti ákvæði þessarar greinar eftir því sem við á.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.

9. gr.

     2.–9. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 11/1998, um Kvótaþing.

10. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Kvótaþing skal innheimta 700 kr. fyrir hvert tilboð sem skráð er á þinginu. Kvótaþing skal einnig innheimta viðskiptagjald vegna kaupa og sölu aflamarks á þinginu sem nemur 0,13% af verðmæti viðskipta. Sett skal fram trygging fyrir viðskiptagjaldi áður en þjónusta er veitt.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, með síðari breytingum.

11. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

VI. KAFLI
Gildistaka.

12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. apríl 2000.