Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1358, 125. löggjafarþing 399. mál: markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða (ríkisframlag).
Lög nr. 79 23. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, nr. 27/l995.


1. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Ríkissjóður leggur átaksverkefninu til 25 millj. kr. á ári á fjárlögum árin 2000–2002.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2000.