Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1297, 125. löggjafarþing 625. mál: Lánasjóður landbúnaðarins (lánsheimildir).
Lög nr. 89 22. maí 2000.

Lög um breyting á lögum um Lánasjóð landbúnaðarins, nr. 68/1997.


1. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist nýr stafliður, g-liður, svohljóðandi: til endurfjármögnunar á rekstrar- og fjárfestingarskuldum bænda.

2. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Upphæð lána má vera allt að 65% kostnaðarverðs eins og meðalkostnaður sambærilegra framkvæmda er talinn ár hvert. Upphæð lána til kaupa á jörðum má vera allt að 70% af matsverði eignar. Lán er heimilt að veita í áföngum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.