Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1363, 125. löggjafarþing 630. mál: meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða (innflutningur frá frystiskipum).
Lög nr. 91 22. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 55 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 3. mgr. 22. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð kveðið á um að 1. málsl. skuli einnig eiga við um fiskiskip þar sem aðeins fer fram frysting um borð á heilum eða hausskornum fiski eða heilfrysting rækju.

2. gr.

     Í stað orðanna „eða vinnsluskipi“ í 1. mgr. 26. gr. laganna kemur: vinnsluskipi eða frystiskipi, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 22. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2000.