Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 552, 126. löggjafarþing 194. mál: Póst- og fjarskiptastofnun (GSM-leyfi).
Lög nr. 152 20. desember 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 110/1999, um Póst- og fjarskiptastofnun.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Vegna úthlutunar tíðni til starfrækslu þriðja rekstrarleyfishafans á GSM 900 MHz þjónustu skal heimilt að taka 16.600.000 kr. gjald.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2000.