Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 607, 126. löggjafarþing 324. mál: Útflutningsráð Íslands (markaðsgjald).
Lög nr. 167 21. desember 2000.

Lög um breyting á lögum um Útflutningsráð Íslands, nr. 114/1990, með síðari breytingum.


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
     Verði ekki annað ákveðið með lögum fellur markaðsgjald skv. 1. tölul. 3. gr. laga þessara niður frá og með 1. janúar 2003, þó þannig að álagning gjaldsins fari fram árið 2003 vegna gjaldstofns ársins 2002.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2000.