Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1428, 126. löggjafarþing 626. mál: sala kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða.
Lög nr. 53 26. maí 2001.

Lög um sölu kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða í Fljótsdalshreppi.


1. gr.

     Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps er heimilt að selja ábúendum kristfjárjarðirnar Arnheiðarstaði og Droplaugarstaði í Fljótsdalshreppi.
     Verð jarðanna, mannvirkja og ræktunar á þeim fer eftir því sem um semst, en ella skal það ákveðið af dómkvöddum matsmönnum.
     Andvirði jarðanna skal varið til félagslegra framkvæmda í hreppnum. Ráðstöfun söluandvirðis skal háð samþykki félagsmálaráðuneytisins og vera samræmanleg hinum forna tilgangi kristfjárgjafa.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. maí 2001.